11.5.2009 | 21:55
Dýrafjörður
Er mjög hrifin af þessari mynd, svolítið drungaleg :)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2009 | 11:03
Allt hvítt.
Það var allt hvítt (sem sagt snjór) á Þingeyri þegar ég vaknaði í morgun og það fór sko ekkert í pirrurnar á mér, ég elska snjóinn en hata flugur og pöddur sem fylgja hitanum .
Frost á Suðurlandi og Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 18:34
Fjöruferð
Guðrún dugleg í dag, fór út í fjöru og tók helling af myndum bara svona á annað hundrað myndir. Skemmtilegasta gönguleiðin að mínu mati er fjaran . Setti inn nokkrar myndir úr fjöruferðinni og einnig nokkrar aðrar sem eru undir "Dýrafjörður" .
15.4.2009 | 13:15
Búið að opna.
Búið að opna Hrafseyrar-og Dynjandisheiði, það var komin tími til "loksins" .
Búið að opna Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2009 | 19:10
Grjót á vegi!
Nú var næstum komið illa fyrir okkur Hannesi syni mínum þegar við vorum á leiðinni vestur á Þingeyri úr borg óttans, vorum að keyra upp bratta brekku eða háls í drullu og slyddu með hlíðina öðrumegin og snarbratt hinumegin, beint niður í fjöru þegar stórt grjót lenti á miðjum veginum úr hlíðinni og sem betur fer sveigði ég ekki frá eða bremsaði þá hefði líklega ekki farið vel. Ég hélt að bíllinn ætlaði ekki að hafa það að komast yfir grjót hnullunginn en það gekk, var svolítið smeyk við að keyra á bílnum síðustu tvo og hálfann klukkutímann. Þegar heim var komið keyrði ég beint á bílaverkstæðið þar sem bíllin var tekinn á lyftu og skoðaður, munaði hálfum sentímetra að sjálfskiptingin færi, festing fór í sundur á öðrum hljóðkút að framan og gat í gegnum gólfið á bílnum, hugsið ykkur gat!!!! VIÐ VORUM HEPPIN.
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Hin síðan mín
Ýmsar vefslóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar