21.9.2008 | 17:37
Smá leiðinda saga!!!
Ég vil byrja á því að segja, að fólk getur gert mistök það er bara mannlegt en það sem mér gremst ofboðslega eru dónaskapur, óliðlegheit og seinagangur.
Þann 15. september fór ég með 6. kg af aðalbláberjum á pósthúsið og sendi vinkonu minni og ég borgaði undir kassann. Daginn eftir kemur pósturinn með kassann til vinkonu minnar og rukkar hana um rúmar 1200kr. Segir hún að það sé búið að greiða fyrir sendinguna en hann vildi ekki heyra það og sagðist ekki geta gert neitt í þessum málum og var ókurteis að sögn vinkonu minnar, hringdi hún þá í mig og fékk ég að tala við náungann og reyndi að segja honum að ég væri búin að borga sendinguna sem var 1.550 kr. En honum var ekki þokað svo að ég fékk númer hjá honum til að hringja í, í von um að þessu yrði nú reddað, hringdi ég nú úr gemsanum í þetta númer og var ég þá með tvo síma í takinu, heimasímann og gemsann, símtalið úr gemsanum tók meira en tuttugu mínútur hugsið ykkur en auðvitað gat manneskjan ekkert gert fyrir okkur okkur, spurði ég hana hvort vinkona mín fengi borgað til baka ef hún borgaði sendinguna núna og í ljós kæmi að ég væri búin að borga, en nei það væri ekki hægt að kippa þessu til baka í kerfinu. Endaði það því að vinkona mín borgaði sendinguna og fékk kassann.
Ég hringdi daginn eftir og skírði frá þessu leiðinda máli og kom þá í ljós mistök í tölvunni?????? Hakið sem átti að vera við brothætt hafði fallið niður um eitt sæti og lent á greiðist af viðtakanda. Konan baðst afsökunar á þessum mistökum og spurði ég hana þá hvort vinkona mín fengi sendingarkostnaðinn sem hún borgaði endurgreiddan og sagi hún að það væri sjálfsagt að greiða til baka., bað ég hana þá að hafa samband við vinkonu mína til að fá hjá henni reiknisnúmer til að leggja inná og sagðist hún ætla að gera það strax. Það gerði hún ekki og vinkona mín þurfti sjálf að hringja þegar hún var orðin leið á að bíða eftir að það yrði haft samband við hana, þá var dagurinn að verða búinn.Núna 21. september hefur hún ekki fengið neitt greitt, allskonar rugl í gangi mundi ég segja, þetta er komið í tjónadeild og hvaðeina, lofað að leggja inn þennan dag og hinn, bölvað rugl og seinagangur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2008 | 20:21
Brandari
Ég fór í verslun um daginn
Ég gekk að honum og sagði, "Heyrðu félagi, hvernig væri að gefa mönnum smá sjéns ?" Hann leit ekki á mig og hélt áfram að skrifa sektarmiðann, svo ég kallaði hann blýantsnagandi nasista. Hann leit snöggt á mig og byrjaði að skrifa annan sektarmiða fyrir of slitin dekk undir bílnum.
Þá kallaði ég hann rolluríðandi, hoppandi fáráðling. Hann lauk við að skrifa miða nr. 2 og setti hann á bílinn með fyrsta miðanum.
Svo byrjaði hann að skrifa þriðja miðann !! Svona gekk þetta í um 20 mínútur, því meira sem ég svívirti hann, því fleiri sektarmiða skrifaði hann.
Mér var í raun andskotans sama, en þið hefðuð átt að sjá svipinn á honum þegar ég fór yfir götuna að bílnum mínum, settist inn og keyrði burt.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2008 | 15:25
Almáttugur
Það var eins gott að Ike blessaður kom ekki í fullum styrk, hvernig hefði þá farið? Þegar ég las fréttirnar eld snemma í morgun þá datt mér ekki í hug að það gætu verið svona miklar skemmdir. Þegar ég leit upp í Sandafellið þá runnu margir fossar niður eftir fjallinu það er mjög sjaldgæf sjón.
Sit hérna í vinnunni og finnst veðrið vera að versna aftur. Rútan fór á Ísafjörð klukkan 07:00 í morgun, það virðist vera að það sé farið í hvaða veðri sem er og er ég ekki sátt við það, nú bíð ég með lífið í lúkunum eftir að rútan komi kl.17:00, Hannes minn kemur nefnilega með henni.
Vegir víða lokaðir vegna vatnaskemmda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2008 | 22:15
Klukkuð
Sæl Ella Kata ég var víst klukkuð af þér fyrir langa löngu ég var að sjá það núna rétt í þessu og bæti úr því hér og nú.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Fiskvinnsla, ummönnun aldraðra, umboðsmaður SÍBS og Herbalif dreifingaraðilli.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Dalalíf, Pretty woman, the break-upp og titanik.
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Þingeyri og þrjá mánuði í Keflavík (ekki lögheimili).
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
La fea más bella, glæstar vonir, vinir og the Tudors.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Reykjavík, London, Mallorca og Danmörk.
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
mbl.is, Vísir.is, þingeyri.is, skessuhorn.is
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Svið, Kjúklingur, Slátur, Lambakjöt
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Mogginn, Fréttablaðið, 24 stundir, DV.
Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Heima hjá mér, Austurríki, í Reykjavík og á Akureyri.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:Magga Ó, Marta, Katla og Jakob.
16.9.2008 | 19:00
Óvissuferð
Frábært Jón Reynir komin tími til að taka á þessum málum. Þessar óvissuferðir hafa bara verið fyllirísferðir og ekki hægt að bjóða 16ára unglingum upp á svoleiðis. Það var meira að segja tekið í taumana með busunina í ár, hún var farin að fara svakalega úr böndunum. Sonur minn er 16ára og er í Menntaskólanum á Ísafirði og með svona stjórnun eins og hjá Jóni þá hef ég ekki áhyggjur af mínum syni .
Hætt við óvissuferð vegna slæms orðspors nemenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Hin síðan mín
Ýmsar vefslóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 607
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn