2.8.2008 | 11:38
Óheppin á Dynjandisheiði
Lögðum af stað í góðu veðri kl.07:30 og fórum Vesturleiðina frá Þingeyri. Vegurinn var ágætur alla leið að Dynjanda (alltaf er sá foss jafn fallegur og umhverfið í kring) en þegar við komum aðeins upp Dynjandisheiði þá byrjuðu þessar fjandans holur en jú það gekk svo sem ágætlega þangað til við vorum komin langleiðina yfir heiðina þá birtist steinn á miðjum veginum þegar við vorum að koma úr beygju og það eina sem ég gat gert var að stíga ekki of harkalega á bremsuna og beygja rólega frá af því að þetta er malarvegur og við hefðum geta skotist úr fyrir veg í lausamölinni en blessaður steinninn skellist ansi harkalega undir bílinn og heyrði ég á hljóðinu í bílnum að hljóðkútinn hafði skemmst og mig langaði út úr bílnum og öskra hressilega en gerði það nú ekki . Í fyrra á leið heim frá Reykjavík þá eyðilagðist kveikjan í bílnum og vorum við þá stödd í Skriðulandi og það tók allt saman 8. klukkutíma og árið 2006 á leið í bæinn fór hljóðkúturinn uppi á Dynjandisheiði svo að mér finnst ekkert skrítið að mig langaði til að öskra. Ég hringdi í verkstæði í Búðadal og strákarnir þar voru indælir og sögðu mér að líta inn og þeir ætluðu að skoða bílinn fyrir mig sem þeir svo gerðu en kom þá í ljós að púströrið var í sundur við aftasta hljóðkútinn og kúturinn mundi alveg haldast undir bílnum þangað til við kæmum í bæinn, hringdi ég þá í verkstæði í Mosfellsbæ og rakti raunir mínar fyrir blessuðum manninum og sagði hann mér að ef ég reddaði hljóðkút þá mundi hann setja hann undir fyrir mig svo að ég hringdi og reddaði hljóðkút og svo kom Inga Magga vinkona með hann upp í Mosfellsbæ og fórum á verkstæðið sá ég þá að það var sama verkstæðið og 2006. Þeir tóku bílinn strax fyrir mig þessir indælu menn og sögðu við mig í gríni að panta tíma hjá þeim þegar ég yrði á leiðinni næst að vestan. Þið sem eruð að velta fyrir ykkur af hverju ég fór ekki bara inn í Reykjavík og fékk tíma fyrir bílinn minn þar þá er ástæðan sú að ég hef aldrei lagt í að keyra í Reykjavík og geymi þess vegna bílinn minn uppi í Mosfellsbæ á meðan ég er í bænum. Góða helgi .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Hin síðan mín
Ýmsar vefslóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
Athugasemdir
Svo þú ert bara fyrrum nágranni minn þegar ég bjó á Bíldudal. Láttu mig þekkja þessa heiði. Hún er oft stórhættuleg, það er eins og lögmál að aldrei má veghefill fara um og hefla þennan veg.
Jakob Falur Kristinsson, 2.8.2008 kl. 18:17
Sammála, þegar ég fór heim þá fór ég djúpið og það var búið að hefla Þorskafjarðarheiði og Eyrarfjallið.
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 2.8.2008 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.