3.8.2008 | 18:51
Víkingar
Ég skil ekki þegar fólk er að segja "ég er ekta víkingur" mjög svo hróðugt, voru víkingar ekki þjófar, morðingjar og ruddar?
Víkingahátíð á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Hin síðan mín
Ýmsar vefslóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona svipað og að allir sem eru múhameðstrúar séu terroristar.
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 19:49
Það er kannski skiljanlegt að þú áttir þig ekki á því þegar fólk talar svona, enda er nútíma pólitískur rétt-trúnaður búinn að skaða sjálfsmynd svo margra síðast liðna tvo áratugi eða svo. "Hvernig er ég svosem betri en hver annar?" er lína sem búast má við frá fólki í dag sem annað hvort búið er að gleyma sögu sinni eða sér lífið bara frá launaseðli til launaseðils með viðkomu í fréttatímanum og fylleríum þess á milli.
Víkingar er hugtak almennt notað yfir þá Norrænu þjóðflokka af germönskum uppruna sem byggðu Skandenavíu frá 7. til 11. aldar e.Kr., en stóðu lang oftast utan konungsríkjanna á meginlandi Evrópu.
Þeir voru handlagið fólk sem kunni vel til verks, hvort sem var til sjávar eða sveita. Byggingar frá þeirra tímum, úr timbri vel að merkja, voru slíkar völundarsmíðar að þær hafa endst margar hverjar fram á okkar daga í formi stafkirkna í Noregi. Um eitt þúsund ára gamlar byggingar. Hve úrkynjað þarf fólk að vera til að standa fyrir framan eina slíka kirkju og ekki finna fyrir smá stolti yfir því að tilheyra þessu fólki sem byggði slík meistaraverk.
Skipasmíðar kunnu Víkingar líka, en á þessum tíma voru þeir einir þjóðflokka fyrir utan þjóðir sem búa það land sem við köllum Kína í dag, sem höfðu þekkingu til að byggja haffær skip. Hvergi í okkar heimshluta, því sem kallast hinn vestræni heimur var þjóð sem kunni slíkt nema Víkingar. Það var ekki fyrr en Spánsku skipin á 15. öld voru byggð sem Evrópubúar öðluðust aftur haffær skip.
Það er skemst frá því að segja að með þeirri þekkingu og góðri þekkingu á siglingarfræði og notkun segulsteina var okkar land uppgötvað hér í miðju Atlantshafinu af fyrrnefndum Víkingum.
Víkingar gátu ekki bara fundið Ísland, heldur líka siglt hingað aftur, sem er ágætis merki um kunnáttu forfeðra okkar í siglinarfræðum. Seinna héldu þeir áfram vestur og numu land í heimsálfu þeirri er nú nefnist Norður Ameríka.
Oft lá leið þeirra suður eftir Evrópu og numu þeir land á Bretlands-eyjum, Írlandi og Íberíu - en hátíðin sem tengist þessari frétt er einmitt til marks um það. Kunnu Víkingarnir leiðina alla til Konstantínópel, sem nú er þekkt sem Istanbúl.
Þetta þykir ekkert slor og væri svosem nóg ef ekki væri úr öðru að moða.
Það sem á þetta bætist er handverk, svosem málmgerðarlist og skartgripagerð, hönnun og framleiðsla á vefnaði. Kunnu Víkingar að vefa, sauma og lita. Mörg mynstur þeirra eru ákaflega fögur og hafa lifað gegnum tíðina í djúpum fjörðum Noregs.
Hámenningar þekking einkenndi Víkingana líka, því þeir kunnu skáldskap og ritun. Rúnaskrift þróaðist meðal þeirra, en hún var jafnt notuð til ritunar og trúarbragða. Kvæðalist, rím, stuðlun og dróttkvæði bera vitni um menningar-arf Víkinganna.
Hér á Íslandi stofnuðu Víkingar eitt elsta þing í heiminum á Þingvöllum og hittust þar árlega til að gera upp á milli deiluaðila til að halda frið og réttlæti meðal nýrrar þjóðar.
Þeir fóru víða um Evrópu og stunduðu viðskipti við vinveittar þjóðir, en fóru einnig í svo kallaðann víking, þar sem þeir fóru í ránsferðir. Þeir drápu fólk.
Þetta voru engir heimskir, loðnir þursar sem fóru í sólarlandaferðir til Spánar til þess eins að drepa og nauðga eða hvað manni dettur í hug. Hins vegar trúðu þeir því að ef þeir færu utan síns laga svæðis og væru nógu máttugir, þá væri bara ekkert að því að drepa og ræna sér til framdráttar. Það gerðu þeir og það gerðu þeir svo vel að munað er eftir þeim enn þann dag í dag fyrir það á meginlandi Evrópu.
Hins vegar eru frásagnir af ránsferðum ekki einu sinn hálf saga Víkinganna, þó hún sé sannarlega sá partur er lifir enn eftir í sögum þeirra Evrópubúa er urðu fyrir barðinu á þeim. Megin partur sögu Víkinga snýr að okkur sjálfum og eigum við að þekkja menningar-arf okkar frá þeim og vera hreykin af, í stað þess að koðna ofan í klofið á okkur kjökrandi: "ég skil ekki af hverju við eigum að verða stolt af því að vera af Víkingum og Væringjum komin.."
Þó þær þjóðir sem forfeður og formæður okkar níddust vissulega á minnast þessa, voru Víkingar voru einnig skáld, völundasmiðir, menningarþjóð, landkönnuðir og hetjur. Þeir sigldu heimsálfa á milli, sem jafnast á við að fara til Tunglsins fyrir okkur í dag.
Það er fyllilega tilefni til þess að vera stolt af gjörðum og afrekum Víkinganna. Um það er ekki nokkur vafi.
Uni Gíslason (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 20:18
Eftir svona lestur er ég stoltur afkomandi víkinga.
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 21:12
Hummmmm kannski smá .
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 3.8.2008 kl. 21:54
Uni veit margt um víkingana, gaman að því. Þeir voru ruddar og ribbaldar, ræningjar og morðingjar en fyrst og fremst bisnissmenn.
Fyrst var siglt til Íslands svo vitað sé um 200 f. kr. það gerði Pytheus, hann sigldi frá Marselle. Írar (reyndar frá Skotlandi) sigldu til n. ameríku 500 árum á undal Leifi heppna og bygðu þar Nýja Írland (hvítramannaland). þeir voru kristnir. Þeir byggðu líka Ísland og þar var mikil byggð þegar Ingólfur og fleiri víkingar "námu" þar land. Víkingarnir drápu frumbyggjana, hröktu þá á brott, gerðu að þrælum sínum eða sömdu við þá og þá fengu þeir að halda hluta jarða sinna. Við erum því ekki nema að hálfu leiti komin af víkingunum hinn helmingurinn er frá n. bretlandseyjum.
Svo voru mörg þing í Noregi á undan alþingi. Alþingi er ekki einu sinni elsta þing á Íslandi.
En þetta breytir ekki því að vÍkingarnir voru afburðamenn á sínum tíma, sökum skipa og vopnasmíðakunnáttu.
kv.
sigurvin (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.