12.4.2009 | 19:10
Grjót á vegi!
Nú var næstum komið illa fyrir okkur Hannesi syni mínum þegar við vorum á leiðinni vestur á Þingeyri úr borg óttans, vorum að keyra upp bratta brekku eða háls í drullu og slyddu með hlíðina öðrumegin og snarbratt hinumegin, beint niður í fjöru þegar stórt grjót lenti á miðjum veginum úr hlíðinni og sem betur fer sveigði ég ekki frá eða bremsaði þá hefði líklega ekki farið vel. Ég hélt að bíllinn ætlaði ekki að hafa það að komast yfir grjót hnullunginn en það gekk, var svolítið smeyk við að keyra á bílnum síðustu tvo og hálfann klukkutímann. Þegar heim var komið keyrði ég beint á bílaverkstæðið þar sem bíllin var tekinn á lyftu og skoðaður, munaði hálfum sentímetra að sjálfskiptingin færi, festing fór í sundur á öðrum hljóðkút að framan og gat í gegnum gólfið á bílnum, hugsið ykkur gat!!!! VIÐ VORUM HEPPIN.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Hin síðan mín
Ýmsar vefslóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til allrar mildi,en hver er borg óttans? (:-
Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2009 kl. 02:47
Ljótt að heyra,gott að þið komust heil heim,þótt litlu hefði munað að illa hefði farið,skítt með bíll,hann er hægt að gera við,númer eitt er að komast klakklaust heim,til allra mildar gekk það eftir,já það er víðar sem vegargerðin mætti laga og gera öruggt.
Jóhannes Guðnason, 15.4.2009 kl. 13:28
Helga mín "borg óttans" er víst Reykjavík .
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 15.4.2009 kl. 17:38
Já Jóhannes, í þetta skiptið tók ég rétta ákvörðun og bara keyrði á fjandans grjótið , það verða víst að vera til peningar til að halda vegunum góðum eða svo var mér einu sinni sagt .
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 15.4.2009 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.