Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Snjóar í fjöll.

Það snjóar í fjöll í Dýrafirði, meira að segja er kominn smá snjór á Sandafellið. Er orðin ansi leið á rigningunni og vil fá smá snjó, frost og gott veður Whistling ég er ekki orðin vitlaus LoL.
mbl.is Víða éljagangur og hálka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr tálið...

Já það getur nú ýmislegt gerst heima hjá manni eins og t.d. í mínu tilfelli að far úr tálið (litlatá) þegar ég var að rísa úr rekkju og fæturnir bara gáfu sig og hlammaðist ég niður á gólfið með þeim afleiðingum að litlatáin mín á vinstri fæti fór úr lið og stóð út til vinstri ekki beint Crying og það varð að keyra mér á Ísafjörð til að kippa henni í liðinn, algjör brandari í dag LoL en það var sko ekki brandari þegar það skeði Frown.
mbl.is Flestir slasast í heima- og frítímaslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupið bleiku slaufuna

     Bleika slaufan 2008    

Hvet alla til að taka vel á móti sölufólkinu og kaupa bleiku slaufuna til þess að það sé hægt að ljúka kaupunum á stafrænu röntgentækjunum, það ætla ég að minnsta kosti að gera.


mbl.is Bleika slaufan í sölu á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sofna undir stýri?

Svakalegt þegar fólk er að sofna undir stýri. Ung stúlka í kringum tvítugsaldur var á leið til Ísafjarðar í sumar frá Patreksfirði og var komin í Dýrafjörðinn þegar hún sofnaði undir stýri og bíllinn útaf og endastakkst niðrí fjöru, furðulegt að hún skildi komast lifandi frá þessu (sá bílinn), meiddist ekki alvarlega eða svo er að minnst kosti sagt, hef ekkert frétt meira af þessu slysi.
mbl.is Sofnaði undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík hetja....

Ef einhver á skilið orðu þá er það þessi maður sem með snarræði sínu vann þessa miklu hetjudáð.
mbl.is Gaskútur sprakk í bifreið - vegfarandi vann hetjudáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með þeim bestu...

Sorglegt að þessi frábæri leikari sé farinn yfir móðuna miklu en þannig fer víst fyrir okkur öllum að lokum, ég hélt mikið upp á þennan leikara. Ein af uppáhaldsmyndunum mínum er "Butch Cassidy and the Sundance Kid", hreint út frábær.
mbl.is Paul Newman látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru bestir.....

Fylgdist með leiknum á mbl.is, hreinlega tapaði mér yfir honum....þetta geta drengirnir Smile.Ég verð greinilega að fá áskrift af SÝN Woundering.
mbl.is Torres skaut Liverpool á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló!!! sofandi???

Flest má nú fólk eiga von á, að flugmenn taki sér bara lúr í háloftunum eins og ekkert sé?Angry Hvar er ábyrgðin hjá t.d. þessum tveimur mönnum? Woundering kannski ekkert skrítið öll þessi óhöpp á undanförnum árum. Hef verið flughrædd alla mína tíð þangað til í mars á þessu ári og svo fær maður svona fréttir Frown.
mbl.is „Þetta er flugmaðurinn sem sefur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rigning og aftur rigning

Það er víst ekkert hægt að gera í þessu nem þá að halda sig innandyra eða gera eins og tvítug dóttir mín, hún skellti sér í "grænan pollagalla handa fullorðnum" LoL og græn vaðstígvél og einhverja pottlokshúfu á höfuðið LoL, ég sprakk úr hlátri þegar hún kom í heimsókn til mín í vinnuna svona til fara, en auðvitað var þetta rétt af henni, henni leið bara vel þegar hún var að spóka sig úti í rigningunni Smile. Bara allir að skella sér í pollagallana.
mbl.is Það rignir og rignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrotsþjófur með lítið hjarta

Þetta hefur verið slæm lífsreynsla hjá aumingja konunni, en sem betur fer var blessaður innbrotsþjófurinn með lítið hjarta, þetta hefði geta farið illa.
mbl.is Fékk innbrotsþjóf inn á gafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Meira um mig

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Ég á heima á Þingeyrinni fögru við Dýrafjörðinn fagra . Hin síðan mín. http://betri-heilsa.bloggar.is

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband