Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Dýrafjörður

dsc02271.jpg Er mjög hrifin af þessari mynd, svolítið drungaleg  :)

Allt hvítt.

Það var allt hvítt (sem sagt snjór) á Þingeyri þegar ég vaknaði í morgun og það fór sko ekkert í pirrurnar á mér, ég elska snjóinn Heart en hata flugur og pöddur sem fylgja hitanum Angry.
mbl.is Frost á Suðurlandi og Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöruferð

Guðrún dugleg í dag, fór út í fjöru og tók helling af myndum bara svona á annað hundrað myndir. Skemmtilegasta gönguleiðin að mínu mati er fjaran Smile. Setti inn nokkrar myndir úr fjöruferðinni og einnig nokkrar aðrar sem eru undir "Dýrafjörður" Smile.

Grjót á vegi!

Nú var næstum komið illa fyrir okkur Hannesi syni mínum þegar við vorum á leiðinni vestur á Þingeyri úr borg óttans, vorum að keyra upp bratta brekku eða háls í drullu og slyddu með hlíðina öðrumegin og snarbratt hinumegin, beint niður í fjöru þegar stórt grjót lenti á miðjum veginum úr hlíðinni og sem betur fer sveigði ég ekki frá eða bremsaði þá hefði líklega ekki farið vel. Ég hélt að bíllinn ætlaði ekki að hafa það að komast yfir grjót hnullunginn en það gekk, var svolítið smeyk við að keyra á bílnum síðustu tvo og hálfann klukkutímann. Þegar heim var komið keyrði ég beint á bílaverkstæðið þar sem bíllin var tekinn á lyftu og skoðaður, munaði hálfum sentímetra að sjálfskiptingin færi, festing fór í sundur á öðrum hljóðkút að framan og gat í gegnum gólfið á bílnum, hugsið ykkur gat!!!! VIÐ VORUM HEPPIN.

Páskar

 

Gleðilega páska Smile.


Fatta ekki.....

Ég er ekki alveg að fatt þetta, bloggaði í hádeginu og var búin að eiða næstum öllum deginum við að reyna að koma blogginu á síðuna en það komst bara ekki svo að ég henti því Angry og er að reyna aftur að vísu var bloggið sem ég henti við grein á mbl. þÁ ER BARA TAKA TVÖ OG SJÁ HVAÐ GERIST.

Kúra

Mikill snjór komin á Þingeyri og farið að hvessa smá svo að nú er bara að halda sig inni og kúra uppi í sófa með snakk og kók og vona að rafmagnið haldist inni, er ansi hrædd um að það fari í þetta skiptið en þá er bara að kveikja á kertum og hópa sig saman og segja draugasögur LoL.
mbl.is Varað við snjóflóðahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjóar í fjöll.

Það snjóar í fjöll í Dýrafirði, meira að segja er kominn smá snjór á Sandafellið. Er orðin ansi leið á rigningunni og vil fá smá snjó, frost og gott veður Whistling ég er ekki orðin vitlaus LoL.
mbl.is Víða éljagangur og hálka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr tálið...

Já það getur nú ýmislegt gerst heima hjá manni eins og t.d. í mínu tilfelli að far úr tálið (litlatá) þegar ég var að rísa úr rekkju og fæturnir bara gáfu sig og hlammaðist ég niður á gólfið með þeim afleiðingum að litlatáin mín á vinstri fæti fór úr lið og stóð út til vinstri ekki beint Crying og það varð að keyra mér á Ísafjörð til að kippa henni í liðinn, algjör brandari í dag LoL en það var sko ekki brandari þegar það skeði Frown.
mbl.is Flestir slasast í heima- og frítímaslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Meira um mig

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Ég á heima á Þingeyrinni fögru við Dýrafjörðinn fagra . Hin síðan mín. http://betri-heilsa.bloggar.is

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband