Leita í fréttum mbl.is

Smá leiðinda saga!!!

Ég vil byrja á því að segja, að fólk getur gert mistök það er bara mannlegt en það sem mér gremst ofboðslega eru dónaskapur, óliðlegheit og seinagangur. 

Þann 15. september fór ég með 6. kg af aðalbláberjum á pósthúsið og sendi vinkonu minni og ég borgaði undir kassann. Daginn eftir kemur pósturinn með kassann til vinkonu minnar og rukkar hana um rúmar 1200kr. Segir hún að það sé búið að greiða fyrir sendinguna en hann vildi ekki heyra það og sagðist ekki geta gert neitt í þessum málum og var ókurteis að sögn vinkonu minnar, hringdi hún þá í mig og fékk ég að tala við náungann og reyndi að segja honum að ég væri búin að borga sendinguna sem var 1.550 kr. En honum var ekki þokað svo að ég fékk númer hjá honum til að hringja í, í von um að þessu yrði nú reddað, hringdi ég nú úr gemsanum í þetta númer og var ég þá með tvo síma í takinu, heimasímann og gemsann, símtalið úr gemsanum tók meira en tuttugu mínútur hugsið ykkur en auðvitað gat manneskjan ekkert gert fyrir okkur okkur, spurði ég hana hvort vinkona mín fengi borgað til baka ef hún borgaði sendinguna núna og í ljós kæmi að ég væri búin að borga, en nei það væri ekki hægt að kippa þessu til baka í kerfinu.  Endaði það því að vinkona mín borgaði sendinguna og fékk kassann. 

Ég hringdi daginn eftir og skírði frá þessu leiðinda máli og kom þá í ljós mistök í tölvunni?????? Hakið sem átti að vera við brothætt hafði fallið niður um eitt sæti og lent á greiðist af viðtakanda. Konan baðst afsökunar á þessum mistökum og spurði ég hana þá hvort vinkona mín fengi sendingarkostnaðinn sem hún borgaði endurgreiddan og sagi hún að það væri sjálfsagt að greiða til baka., bað ég hana þá að hafa samband við vinkonu mína til að fá hjá henni reiknisnúmer til að leggja inná og sagðist hún ætla að gera það strax.  Það gerði hún ekki og vinkona mín þurfti sjálf að hringja þegar hún var orðin leið á að bíða eftir að það yrði haft samband við hana, þá var dagurinn að verða búinn. 

Núna 21. september hefur hún ekki fengið neitt greitt, allskonar rugl í gangi mundi ég segja, þetta er komið í tjónadeild og hvaðeina, lofað að leggja inn þennan dag og hinn, bölvað rugl og seinagangur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er leiðindasaga, vonandi gangi vel hjá vinkonu þinni.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2008 kl. 18:31

2 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Andsko.....  Þetta er nú meiri skí...fyrirtækið.  Því miður er þetta bara of oft að koma fyrir hjá þessu blessaða einokunnar fyrirtæki, við verðum að sætta okkur við lélega þjónustu í staðinn fyrir enga þjónustu. 

Allt er betra en ekkert eins og máltækið segir.

Elenora Katrín Árnadóttir, 21.9.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

þetta eru ansi skrítin vinnubrögð tjónadeild??? hvað næst

Guðrún Indriðadóttir, 21.9.2008 kl. 22:50

4 Smámynd: Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Andskoti pirrandi að standa í svona, gat alveg eins talað við ávextina í körfunni á eldhúsborðinu .

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 22.9.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Meira um mig

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Ég á heima á Þingeyrinni fögru við Dýrafjörðinn fagra . Hin síðan mín. http://betri-heilsa.bloggar.is

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 555

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband