Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Smá leiðinda saga!!!

Ég vil byrja á því að segja, að fólk getur gert mistök það er bara mannlegt en það sem mér gremst ofboðslega eru dónaskapur, óliðlegheit og seinagangur. 

Þann 15. september fór ég með 6. kg af aðalbláberjum á pósthúsið og sendi vinkonu minni og ég borgaði undir kassann. Daginn eftir kemur pósturinn með kassann til vinkonu minnar og rukkar hana um rúmar 1200kr. Segir hún að það sé búið að greiða fyrir sendinguna en hann vildi ekki heyra það og sagðist ekki geta gert neitt í þessum málum og var ókurteis að sögn vinkonu minnar, hringdi hún þá í mig og fékk ég að tala við náungann og reyndi að segja honum að ég væri búin að borga sendinguna sem var 1.550 kr. En honum var ekki þokað svo að ég fékk númer hjá honum til að hringja í, í von um að þessu yrði nú reddað, hringdi ég nú úr gemsanum í þetta númer og var ég þá með tvo síma í takinu, heimasímann og gemsann, símtalið úr gemsanum tók meira en tuttugu mínútur hugsið ykkur en auðvitað gat manneskjan ekkert gert fyrir okkur okkur, spurði ég hana hvort vinkona mín fengi borgað til baka ef hún borgaði sendinguna núna og í ljós kæmi að ég væri búin að borga, en nei það væri ekki hægt að kippa þessu til baka í kerfinu.  Endaði það því að vinkona mín borgaði sendinguna og fékk kassann. 

Ég hringdi daginn eftir og skírði frá þessu leiðinda máli og kom þá í ljós mistök í tölvunni?????? Hakið sem átti að vera við brothætt hafði fallið niður um eitt sæti og lent á greiðist af viðtakanda. Konan baðst afsökunar á þessum mistökum og spurði ég hana þá hvort vinkona mín fengi sendingarkostnaðinn sem hún borgaði endurgreiddan og sagi hún að það væri sjálfsagt að greiða til baka., bað ég hana þá að hafa samband við vinkonu mína til að fá hjá henni reiknisnúmer til að leggja inná og sagðist hún ætla að gera það strax.  Það gerði hún ekki og vinkona mín þurfti sjálf að hringja þegar hún var orðin leið á að bíða eftir að það yrði haft samband við hana, þá var dagurinn að verða búinn. 

Núna 21. september hefur hún ekki fengið neitt greitt, allskonar rugl í gangi mundi ég segja, þetta er komið í tjónadeild og hvaðeina, lofað að leggja inn þennan dag og hinn, bölvað rugl og seinagangur.


Almáttugur

Það var eins gott að Ike blessaður kom ekki  í fullum styrk, hvernig hefði þá farið? Þegar ég las fréttirnar eld snemma í morgun þá datt mér ekki í hug að það gætu verið svona miklar skemmdir. Þegar ég leit upp í Sandafellið þá runnu margir fossar niður eftir fjallinu það er mjög sjaldgæf sjón.

Sit hérna í vinnunni og finnst veðrið vera að versna aftur. Rútan fór á Ísafjörð klukkan 07:00 í morgun, það virðist vera að það sé farið í hvaða veðri sem er og er ég ekki sátt við það, nú bíð ég með lífið í lúkunum eftir að rútan komi kl.17:00, Hannes minn kemur nefnilega með henni.


mbl.is Vegir víða lokaðir vegna vatnaskemmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkuð

Sæl Ella Kata ég var víst klukkuð af þér fyrir langa löngu ég var að sjá það núna rétt í þessu og bæti úr því hér og nú.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Fiskvinnsla, ummönnun aldraðra, umboðsmaður SÍBS og Herbalif dreifingaraðilli. 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Dalalíf, Pretty woman, the break-upp og titanik. 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Þingeyri og þrjá mánuði í Keflavík (ekki lögheimili). 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

La fea más bella, glæstar vonir, vinir og the Tudors.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Reykjavík, London, Mallorca og Danmörk. 

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):

mbl.is, Vísir.is, þingeyri.is, skessuhorn.is 

Fernt matarkyns sem ég held uppá:

Svið, Kjúklingur, Slátur, Lambakjöt 

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:

Mogginn, Fréttablaðið, 24 stundir, DV.

Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

Heima hjá mér, Austurríki, í Reykjavík og á Akureyri.

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Magga Ó, Marta, Katla og Jakob.


Óvissuferð

Frábært Jón Reynir Happy komin tími til að taka á þessum málum. Þessar óvissuferðir hafa bara verið fyllirísferðir og ekki hægt að bjóða 16ára unglingum upp á svoleiðis. Það var meira að segja tekið í taumana með busunina í ár, hún var farin að fara svakalega úr böndunum. Sonur minn er 16ára og er í Menntaskólanum á Ísafirði og með svona stjórnun eins og hjá Jóni þá hef ég ekki áhyggjur af mínum syni Smile.


mbl.is Hætt við óvissuferð vegna slæms orðspors nemenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðskjálfti

Hef aldrei fundið fyrir jarðskjálfta sem betur fer, hlýtur að vera skelfileg lífsreynsla eða svo hefur mér skilist á þeim sem hafa fundið titring undir fótum. Gott að vera fyrir vestan Smile. Úti er grenjandi rigning og rok, gott að sitja inni í vinnunni og leika sér í tölvunni Wink, er að vinna Whistling.


mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slagsmál

Maður kannast nú heldur betur við svona slagsmál, það var slegist upp á líf og dauða hér á árum áður á sveitaböllunum. Ég sá einn barinn sundur og saman og að lokum var honum fleygt utan í vegg á Félagsheimilinu og lá hann svo rotaður á gangstéttinni, þá varð maður ansi skelkaður Frown,  þetta gerðist fyrir sirka 25-30árum eða svo, mjög svo algengt.
mbl.is Slagsmál á réttarballi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrhelli

Sit hérna í vinnunni og læt mér leiðast, fyrsti vinnudagurinn eftir sumarfrí.  Það er svoleiðis grenjandi rigning úti svo að það er eitthvað að marka veðurspánna núna. Fyrri hluti sumars kom ekki dropi úr lofti og allt að skrælna en í seinni hlutanum ætlar ekki að stytta upp og allt á floti. Endar með frosti og snjó Smile.
mbl.is Víða rigning eða skúrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool

Loksins loksins Liverpool vann Manchester United jessss Happy, mikil sorg í íbúðinni við hliðina á mér allt Manchester United fólk hahahahaha Whistling.
mbl.is Babel tryggði Liverpool langþráðan sigur á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spara

Við getum lært þó nokkuð af Dönum. Við Íslendingar erum ansi eyðsluglaðir að ég tel Smile.
mbl.is Danir spara við sig í mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horuð

Klippingin vakti ekki athygli mína heldur hvað hún er orðin svakalega horuð manneskjan, held hún þurfi að gera eitthvað í þeim málum stúlkan.
mbl.is Viktoría skartar drengjakolli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Meira um mig

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Ég á heima á Þingeyrinni fögru við Dýrafjörðinn fagra . Hin síðan mín. http://betri-heilsa.bloggar.is

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 561

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband